Flugmiðaþjónusta

Fjárvakur býr yfir viðamikilli reynslu og þekkingu í flugmiðaþjónustu fyrir flugfélög og býður viðskiptavinum sínum upp á ýmsa þjónustu á því sviði.

 

Stór hluti af flugmiðaþjónustu Fjárvakurs fer fram hjá Airline Services Estonia sem er dótturfyrirtæki Fjárvakurs í Tallinn, Eistlandi.  Helstu verkþættir í flugmiðaþjónustu Fjárvakurs eru úrvinnsla á flugmiðum, bókun, frágangur og vinnsla á söluskýrslum, endurgreiðsla ónotaðra flugmiða og sérfræðiráðgjöf á sviði flugmiðaþjónustu.

 

Flugtekjur

Fjárvakur heldur utan um flugtekjur viðskiptavina sinna og sendir daglega tekjuupplýsingar yfir í upplýsingakerfi þeirra. Fjárvakur notar flugmiðaumsýslukerfið Mona Lisa frá NIIT Technologies.

 

Söluskýrslur

Fjárvakur sér um úrvinnslu á söluskýrslum viðskiptavina sinna.

 

Endurgreiðslur

Fjárvakur veitir þjónustu varðandi endurgreiðslu ónotaðra flugmiða.

 

Interline þjónusta

Fjárvakur sér um úrvinnslu á reikningum frá öðrum flugfélögum til viðskiptavinar.

 

Önnur sérfræðiráðgjöf á sviði flugmiðaþjónustu

Fjárvakur veitir ráðgjöf á sviði flugmiðaþjónustu varðandi uppsetningu og hönnun verkferla.

 

Forstöðumaður flugmiðaþjónustu er Hallur Steinar Jónsson.

Fjárvakur – Icelandair Shared Services    |    Icelandairhúsinu    |    Reykjavíkurflugvelli    |    101 Reykjavík    |    Sími 505 0250    |    fjarvakur@fjarvakur.is
Fjárvakur – Icelandair Shared Services
Icelandairhúsinu
Reykjavíkurflugvelli
101 Reykjavík
Sími 505 0250
fjarvakur@fjarvakur.is