Laus störf

Fjárvakur leitar að öflugum starfsmanni til að sjá um lokafrágang í uppgjörum viðskiptavina. 
 
Starfssvið
Ábyrgð á bókhaldi ákveðinna viðskiptavina, bæði innan og utan samstæðu Icelandair Group
Lokafrágangur í mánaðar- og árshlutauppgjörum
Frágangur gagna til skattayfirvalda
Skil á bókhaldi til endurskoðunar
Úrvinnsla tölulegra upplýsinga fyrir stjórnendur
Þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum
Upplýsingagjöf til viðskiptavina
Ýmis önnur tilfallandi verkefni í samráði við forstöðumann
 
Hæfniskröfur
Viðskiptafræðimenntun
MAcc-gráða er kostur
Mikil reynsla af bókhaldi, afstemmingum og uppgjörum
Reynsla af vinnu á endurskoðunarskrifstofu er kostur
Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
Mikil þjónustulund og færni í samskiptum
 
Umsóknir
Smellið á heiti starfs til þess að opna umsóknareyðublað.  Umsóknarfrestur er til 7. maí.  Öllum umsóknum er svarað og farið er með þær sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar gefur mannauðsstjóri Fjárvakurs, Halldóra Katla Guðmundsdóttir, halldora@fjarvakur.is
Fjárvakur leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum.  Til að stuðla að vexti og arðsemi  er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfsánægju og gott starfsumhverfi sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks.  Það er viðhorf stjórnenda að það sé starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta sem er lykillinn að farsælum rekstri og frekari uppbyggingu félagsins.
Fjárvakur – Icelandair Shared Services    |    Icelandairhúsinu    |    Reykjavíkurflugvelli    |    101 Reykjavík    |    Sími 505 0250    |    fjarvakur@fjarvakur.is
Fjárvakur – Icelandair Shared Services
Icelandairhúsinu
Reykjavíkurflugvelli
101 Reykjavík
Sími 505 0250
fjarvakur@fjarvakur.is